Ofurmódelið Heidi Klum er nú að verða 44 ára á þessu ári. Hún er fjögurra barna móðir og er alltaf jafn glæsileg. Hún fór í frekar djarfa myndatöku þar sem hún lá meðal annars nakin upp á vegg.
„Ég hugsaði bara af hverju ætti ég ekki að taka svona myndir. Ég er ánægð með líkamann minn þó ég sé komin á þennan aldur. Nekt er ekkert sem maður á að skammast sín fyrir svo ég hika ekki við að fara í svona myndatökur“. – Heidi




