today-is-a-good-day

HERA slær í gegn í MORTAL ENGINES – myndband

Íslenska leikkonan Hera Hilmarsdóttir slær í gegn í sýnishorninu fyrir Mortal Engines. Þessi nýjasti stórsmellur frá meistara Peter Jackson verður frumsýndur í Sambíóunum þann 14. desember.

Mortal Engines er mögnuð vísindaskáldsaga og framtíðarævintýri sem gerist eftir um þrjú þúsund ár þegar heilu borgirnar eru komnar á færanlegan grunn og ferðast um Jörðina í leit að orku til að knýja þær.

Til að fá þessa orku gleypa borgirnar m.a. í sig aðrar minni borgir og bæi og verða um leið íbúum þeirra að fjörtjóni. Hester Shaw á harma að hefna gegn einum aðalmanninum í stærstu borginni London, Thaddeusi Valentine, eftir að hann hafði ráðist á heimabæ hennar, Salthook.

Eftir misheppnaða tilraun til að ráða Thaddeus af dögum þarf Hester til að flýja borgina og út í eyðimörkina þar sem hún gengur í lið með fólki sem er staðráðið í að komast inn í London á ný. En það er hægara sagt en gert.

Við minnum á gjafakortin sem fást í Sambíóunum eða með því að smella hér á www.sambio.is/Vouchers.

Auglýsing

læk

Instagram