Pör fara saman í alls konar ferðalög og skapa fullt af flottum minningum. Þess vegna er oftast mjög leiðinlegt þegar maður þarf að losa sig við myndir úr þessum ferðalögum eftir að maður hættir með manneskjunni.
Hin 19 ára Baylee Woodward dó ekki ráðalaus þegar hún hætti með kærastanum sínum. Þau voru búin að fara saman í rosalegt ferðalag og Baylee tímdi ekki að henda myndunum úr ferðalaginu. Þannig að hún setti andlitið á Zac Efron bara á allar myndirnar þar sem hún var með fyrrverandi.





