Allir eiga sér manneskju sem þeir líta upp til og margir taka eitthvað frá þessari manneskju og gera að sínu, eins og til dæmis fatastíl eða hárgreiðslur. En það er alls ekki nóg fyrir alla.
Hin tuttugu og fjögurra ára Jennifer Pamplona elskar Kim Kardashian og er búin að eyða um fjörtíu milljónum til að líkjast átrúnaðagoðinu sínu.
Jennifer er búin að láta sprauta rosalegu magni af fitu í rassinn á sér, fara í tvær brjóstaaðgerðir, sprauta í varirnar á sér, nefaðgerð og láta taka úr sér tvö rifbein á síðustu 7 árum.
Alls hafa átta læknar neitað henni einfaldlega vegna þess að þetta er orðið of hættulegt fyrir hana en Jennifer er alveg sama um það og segist vera tilbúin að deyja á bekknum.
„Læknarnir hafa spurt mig hvort ég sé ekkert hrædd við að deyja í þessum aðgerðum, en ég segi alltaf ef það gerist þá dey ég hamingjusöm og falleg. Einu sinni gat ég ekki horft í spegil án þess að hugsa hvað mig langaði mikið í stærri rass. Nú líður mér miklu betur og er búin að komast yfir þunglyndið mitt. Fólk var einu sinni alltaf að tala um útlitið mitt og einu sinni var ég í sambandi með atvinnumanni í fótbolta og hann var alltaf að segja að ég væri ekki með rass og að ég væri of mjó. Nú er ég loksins með rass eins og Kim Kardashian og ég lít á þetta sem fjárfestingu þar sem ég ætla að verða frægari en hún“. – Jennifer