Denny Kwan er 24 ára leikkona frá Kambódíu. Hún á aðdáendur um allan heim og er með 300 þúsund fylgjendur á Facebook. Kwan hefur leikið í mörgum bíómyndum en er núna í smá veseni við æðstu menn í Kambódíu.
Þeir segja að hún deili allt of kynþokkafullum myndum af sjálfri sér á Facebook og að hún sé ekki nógu góð fyrir mynd. Þeir hafa sett hana í bann sem að er þannig að hún má ekki leika í bíómynd í Kambódíu í heilt ár.
„Það eru margir kynþokkafullir listamenn í Kambódíu. Margir reyna það meira að segja þegar þeir eru í tökum, miklu frekar en ég. Fólk er í kossasenum og kynlífssenum. Ég veit að það eru mín réttindi að klæða mig eins og ég vil, en víst að stjórnin vill ekki samþykkja mig þá verð ég bara að draga úr kynþokkanum þegar ég set myndir á Facebook“. – Kwan
Kwan hefur fengið mikla athygli út um allan heim eftir þetta bann og hver veit nema hún fái bara að vinna í leiklist í einhverju öðru landi….