Ingibjörg tók selfie á meðan samninganefndin svaf – Það var ekki frí hjá henni á föstudaginn langa! – MYNDBAND

Hún Ingibjörg Ýr Óskarsdóttir tók þessa selfie á aðfaranótt föstudagsins langa, sem var í annað skiptið í vikunni sem hún var kölluð út að nóttu til að sinna fæðandi konum.

Á meðan svaf samninganefnd ríkisins heima hjá sér – svaf á verðinum eins og hún orðar það:

,,Á međan samninganefnd ríkisins sefur!!!

Ég tók þessa „selfí“ í kjallara Landspítala kl 02:13 í nótt, ađfaranótt föstudagsins langa. Ég fékk símtal frá fæđingarvaktinni og var beđin um ađ koma í hús til ađ sinna fæđandi konum, en miklar annir voru á deildinni. Þetta er í annađ sinn sem ég er kölluð til vinnu um miđja nótt á sex dögum. Samninganefndin sefur á međan.. sefur á verđinum. Verđinum um konuna og barniđ sem viđ ljósmæđur höfum gert ađ ævistarfi okkar.

Ég er þakklát fyrir ađ vera ljósmóđir og vinna viđ þađ fallegasta sem til er, þegar nýtt líf kviknar.

Ég er þakklát fyrir ađ geta stutt fólk á erfiđustu stundum þeirra í lífinu, þegar vonin brestur og ljòsiđ slokknar.

Ég krefst þess ađ àbyrgđ mín í starfi og ábyrgđ mín ađ mæta til vinnu jafnt nótt sem nýtan dag verđi metin til launa.

Ljósmæđur eru kvennastétt sem mætir góđvild í samfélaginu öllu en lítilsvirđingu þegar kemur ađ launaseđlinum.“

Auglýsing

læk

Instagram