Auglýsing

Íslensk kona DRULLAR yfir leigumarkaðinn í Reykjavík á bráðfyndinn hátt!

Hér birtum við aðsendan pistil sem barst okkur í gegnum Facebook-síðu Menn.is – en höfundur pistilsins vildi ekki koma fram undir nafni.

Sorrí með mig en ég bara verð að koma þessu einhver staðar frá mér. Leigumarkaðurinn í Reykjavík er eitt stærsta kjaftæði sem er í gangi á landinu í dag. Það væri skárra að fara að svara tölvupóstum frá nígerískum mönnum sem lofa manni fullt af peningum. Ég nenni þessu ekki.

Nú er ég ekki með nein súper laun þannig eða 350 þúsund á mánuði sem er sirka 260 þúsund útborgað. Ég skil bara ekki hvernig ég á að láta þetta meika sens.

Ég vil ekki að fólk haldi að ég sé einhver snobbhæna en íbúðirnar sem mig myndi langa til að búa í, myndu skilja eftir svona 10 þúsund krónur á mánuði. Það myndi örugglega duga fyrir tveimur risa dúnböngsum úr Costco sem er besta mál en ég ætti bara svo erfitt með að borða þá.

Kornið sem fyllti mælinn?

Ég gekk inn í rakan (nánast) gluggalausan bílskúr (sjálfsagt út úr myglaðan) og boðið að taka fyrir 110 þúsund kr.+. Getum við aðeins pælt í því? Í þessu mikla velmegunarsamfélagi sem við búum í og það í svokölluðu „góðæri“ þá er ég í sömu stöðu og hver annar Renault Megan 2006. Með 350 þúsund á mánuði, þá má bara helst leggja mér inn í einhvern bílskúr yfir nóttina svo það rigni eða snjói ekki of mikið á mig.

Að vera á leigumarkaðinum er eins og að vera í framboði. Maður þarf að birta af sér á þessum Leigu Facebook síðum svona últra fótósjoppaða mynd og óska eftir heimili. Fyrir það auðvitað vera búin að hreinsa til á Facebookinu allt það sem er ekki Guði (leigusalanum) þóknanlegt. Í lýsingunni þarf maður svo að bera sig pínu aumlega til höfða til þess mannlega í fólki en á sama tíma lofa að það sé enginn að fara að segja manni upp vinnunni. Jú jú mínar tekjurnar eru öruggari en ríkisskuldaabréf! Ekki spurning!

Lífsstíllinn þarf svo helst að vera eins og hjá Íþróttaálfinum á sterum. Maður má alls ekki segjast reykja, drekka né djamma … best er að maður sé alltaf sofnaður kl. 20:30 öll kvöld … það heyrist ekki múkk í manni þær örfáu stundir sem maður er heima … og gangi í dúnskóm og sé með bómullarvettlinga svo ekkert skemmist innandyra. Guð hjálpi svo þeim sem dirfast til að eiga gæludýr!

Svona hlaupum við öll á leigumarkaðinum örvæntingafull á milli leigusala og keppumst við að sanna gildi okkar umfram bandaríska ferðamenn sem eru tilbúnir að borga 20 þúsund kall nóttina á Airbnb. Sorrí en ég á bara ekki breik í þann feita kana.

Aftur að þessum Guðs blessaða bílskúr. Ég var nánast með kökkinn í hálsinum að ætla að taka þetta hreysi til skamms tíma, var búin að biðja um smá afslátt og borga bara 100 þúsund (hver 10 þús. kall telur, tveir dúnbangsar í Costco muniði) og viti menn. MÉR VAR HAFNAÐ! Þá var bara einhver annar sem greinilega hafði ekkert með þessa Costco bangsa að gera og var tilbúinn að borga uppsett verð. Mér er ekki einu sinni að takast að leggja sjálfri mér eins og bíldruslu í rakan skúr í Vesturbæ. Renault Megan 2006 hefur það betra en ég í Reykjavík í dag. Til hamingju með það. Ég held ég sé bara flutt á Raufarhöfn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing