Íslensk kona útskýrir RANGSTÖÐU fyrir kynsystrum sínum snilldarlega – ,,Ímyndaðu þér að þú sért í skóbúð…“

Íslensk kona setti þennan status á Facebook til að útskýra rangstöðu fyrir kynsystrum sínum sem hafa lítinn áhuga á fótbolta svona áður en HM byrjar.

En hún náði ekki bara að útskýra þetta vel fyrir konum, heldur eru flestir á því að þetta sé ein besta leiðin til að útskýra rangstöðu yfirhöfuð:

„Af því að það styttist í HM og að gefnu tilefni er gott fyrir alla að hafa reglur um rangstöðu á hreinu:

Ég tel því þarft að rifja upp þessa góðu útskýringu á rangstöðu sem sett var saman fyrir kynsystur mínar: sem ekki hafa áhuga á fótbolta.

Ímyndaðu þér að þú sért í skóbúð, önnur í röðinni frá búðarborðinu. Fyrir aftan afgreiðsludömuna er skópar sem þig dauðlangar í, en konan sem er fyrir framan þig í röðinni hefur líka mikinn áhuga á þessu sama pari.

Hvorug ykkar er með veski. Það segir sig sjálft að það væri helber dónaskapur að ryðjast fram fyrir hina konuna, sérstaklega þar sem þú ert ekki einu sinni með veski til að borga fyrir skóna. Afgreiðsludaman bíður bara róleg við búðarborðið.

Vinkona þín er að máta skó aftar í búðinni og sér þig í vanda. Hún býr sig undir að henda veskinu sínu til þín. Ef hún gerir það, þá máttu grípa veskið, fara fram úr hinni konunni og kaupa skóparið.

Í miklum vandræðum mætti vinkonan henda veskinu sínu fram fyrir hina konuna og, á meðan veskið er í loftinu, mættir þú skjóta þér fram fyrir hina konuna, grípa veskið og kaupa skóparið. En ávallt þarf að muna að þangað til að veskinu er kastað, er dónalegt að stinga sér fram fyrir hina konuna!“

Auglýsing

læk

Instagram