Það er betra að hafa varan á þegar maður á lítil börn. Fólk verður að athuga hvort það sé í lagi með allt sem þau láta börnin sín fá því það getur alltaf eitthvað komið fyrir.
Dóttir hennar Karenar lenti í hræðilegu atviki. Túttan af snuðinu hennar losnaði af og stóð í barninu. Karen varar fólk við og byður það um að toga vel í túttuna áður en það lætur börnin sín fá snuð.
Karen skrifar.
ATH vilji þið deila
Túttan af þessu mam snuði stóð í dóttir okkar á mánudagskvöldið af öllum líkindum hefur hún losnað af. Snuðið er glænýtt og ekki verið notað áður. Viljum byðja foreldra að toga vel í túttuna áður en þið látið börnin ykkar hafa snuð ,sem betur fer sefur hún á angel care tæki annas hefði farið verr.