Fyrir nokkrum árum var Birgitta Haukdal vinsælasta söngkona landsins og það er greinilegt að hún á ennþá helling af aðdáendum.
Ein íslensk stúlka er greinilega farinn að sakna þess að sjá þessa mögnuðu söngkonu á sviði og tók málin í sínar hendur. Húner búin að búa til auglýsingu fyrir Útgáfutónleika Birgittu Haukdal sem á að vera 10 september. Hún sá meira að segja um að græja sérstaka gesti og staðsetningu.
Nú eru 248 manneskjur búnar að melda sig á þennan viðburð svo það er spurning hvort Birgitta slái ekki bara til og haldi tónleika fyrir fólkið.