Íslenska hljómsveitin Gringlo gaf út DRAUMKENNT myndband tekið í Eyjafjarðarsveit

Auglýsing

Hljómsveitin Gringlo hefur nú gefið frá sér sitt fyrsta tónlistarmyndband.

Myndbandið er við lagið „Light Of New Day“ en það er jafnframt fyrsti single af komandi EP plötu þeirra „From Source..“ sem kemur út í vor. Alls verða 5 lög á plötunni.

Myndbandið er tekið upp og unnið af Þorbergi Erlendssyni en intro og lokavinnsla á myndbandi er unnin af Davíð Oddgeirssyni.

Leikarar í myndbandinu eru þau Símon Birigir Stefánsson og Þórdís Elín Bjarkadóttir.

Auglýsing

Myndbandið er tekið víðsvegar í Eyjafirði og Eyjafjarðarsveit.

„Það var lagður mikill metnaður í þetta, alveg frá fyrstu upptökum og til lokavinnslu á myndbandi. Enda stendur lagið mjög nærri hjarta mínu.“, segir Ivan Mendez, söngvari, gítarleikari og höfundur lagsins).

„Það má segja að það hafi farið blóð, sviti og tár í þetta allt saman. Ég vil helst ekki uppljóstra of miklu um viðfangsefni myndbandsins því ég vil heldur að fólk túlki það á sinn eigin hátt, enda er nægilegt svigrúm til að leyfa huganum að reika þó að symbólíkin sé vitaskuld sterk. En eins og alltaf er einhver undirliggjandi boðskapur eða tilfining sem mig langar að miðla, eitthvað sem hjartað vill segja.“

Myndbandið má sjá hér að neðan.

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram