Þegar maður á börn sem eru í leikskóla ætlast maður til þess að þau séu í vernduðu umhverfi. Þó maður viti nú að slysin geti alltaf komið fyrir þá á maður ekki að þurfa að hafa áhyggjur af börnunum á meðan maður er í vinnunni.
Vignir á tvö barnabörn, einn strák á sjöunda ári og einn strák á þriðja ári. Báðir hafa verið á sama leikskóla og Vignir er alls ekki ánægður með það hvernig ákveðnir hlutir eru tæklaðir á þessum leikskóla. Hann skrifaði um það þá Facebook síðu sinni.
„NÚ MÉR NÓG BOÐIÐ!!! ER VIRKILEGA SÁR OG SVEKKTUR.
Ég á tvö barnabörn, báðir kraftmiklir strákar sem finnst gaman að kljást við veröldina.
Báðir hafa þeir verið á leikskóla frá þeirra fyrstu tíð, sá eldri útskrifaðist í fyrra um leið og sá yngri innskráðist á sama leikskóla. Hafa þeir unað vel við sitt og liðið vel í góðu umhverfi.
Er sá eldri var á síðasta ári, dettur hann á andlitið inn á deildinni sinni. Hringt í foreldra; „Barnið datt, þið verðið að koma og sækja barnið“. (Brotnar fimm framtennur, ásamt skurð á vörum).
Foreldrar með barnið hjá sérfræðingum og frá vinnu í marga daga. (aldrei fyrirspurn til foreldra frá leikskóla um barnið eða þess líðan).
Sá yngri er að verða þriggja ára, var hann sóttur á leikskólann í gær. „já, heyrðu hann datt í dag“ var sagt á leikskólanum.
Ekki var sá stutti að barma sér, en greinilega sást að hann átti erfitt með að hreyfa sig, Er farið var að skoða drenginn og fara yfir ástand hans kom í ljós að hann var alveg sárþjáður.
Eftir læknisskoðun á Barnadeildinni í gærkvöldi kom í ljós að hann var mjög illa tognaður á hálsi og baki sem hefðu komið af völdum mikils falls.
Eftir eftirgrennslan móðurinnar við deildarstjórann á leikskólanum og eftir spurninga deildarstjórans við sitt starfsfólk á deildinni kom í ljós að hann hefði fundist grátandi fyrir neðan göngubrúnna á leikskólanum!!! Tveggja metra fall!!!
Hann fór til sjúkraþjálfara í dag þar sem í ljós kom að viðbeinið hefði gengið mikið til, háls-og hryggjarliðir úr lagi gengnir.
Ótrúlega sterkur, tæplega þriggja ára drengur sem búinn að er að ferðast fimm sinnum til Svíþjóðar í hjarta-þræðingar og aðgerðir, lætur fátt á sig fá.
Af handriði göngubrúar eru tveir metrar niður á fasta jörð, mikið fall fyrir mann sem er 90 cm. Ekkert undarlegt að litlir menn meiði sig við það fall!
Langar að spyrja;
– Hvers vegna verður enginn af átta starfsmönnum útisvæðis leikskólans var við að eitthvert barnið sé að fara yfir „mörkin“?
– Hvað er verið að gera með göngubrú inn á leikskólalóð sem getur orsakað lífshættulegt fall fyrir litla einstaklinga að rannsaka veröldina?
– Af hverju er ekki hringt á sjúkrabíl um leið og barnið finnst hágrátandi fyrir neðan göngubrú sem býður upp á tveggja metra fall.
– Ekkert hefur heyrst frá Leikskólanum eftir þetta SLYS í gær.
Kveðja, Afi gamli“.