today-is-a-good-day

Japanskt kaffihús ræður LAMAÐ fólk til að vinna sem þjóna! – MYNDBAND

Vélmenna þjónar eru ekki nýtt hugtak í tæknigeiranum. Þeir eru nú þegar notaðir í þó nokkrum kaffihúsum í heiminum, svona eins og á veitingastaðnum Naulo í Nepal þar sem að vélþjónarnir ‘Gingers’ þjóna til borðs.

Aftur á móti þá hefur Ory Lab tekið þetta hugtak á glænýtt stig.

Í desember 2018 þá opnaði kaffihúsið Dawn Ver Beta í Tókýó í Japan, í tvær vikur.

Kaffihúsið notaði bara vélmenni frá Ory Lab, en öllum vélmennunum var stýrt af alvarlega fötluðu fólki. Eina markmiðið var að hjálpa þeim að öðlast meira sjálfstæði í lífinu.

Tíu manneskjur sem höfðu hlotið mænuskaða fengu vinnu á kaffihúsinu og þau voru öll lömuð. Þau stýrðu 120 sentimetra háum vélmennum sem eru kölluð OriHime-D að heiman og fengu borguð 1000 yen (1.092kr) á tímann.

Vélmennin eru stýrð með aðstöð tölvu sem nemur augnhreyfingu hjá rúmföstu fólki. Tölvan leyfði þeim að hreyfa vélmennin, láta þau taka upp hluti og meira að segja tala við viðskiptavinina. Í raun og veru þá gátu þessir einstaklingar notað vélmennin sem staðgengla sína.

„Ég vil búa til heim þar sem fólk sem getur ekki hreyft líkama sinn getur líka unnið.“ sagði Kentaro Yoshifuji, framkvæmdastjóri Ory Lab.

Eins og nafnið á kaffihúsinu gaf til kynna þá var þetta bara prufutilraun, en nú er verið að safna fé til að opna kaffihús til frambúðar árið 2020.

Auglýsing

læk

Instagram