Það er alveg ömurlegt hvað er að verða um heiminn. Hryðjuverk eru farin að vera út um allt og svo það sem gerðist í Charlottesville fyrr í vikunni.
Mikil hræðsla er meðal fólks og flestir eru virkilega reiðir yfir því sem er að eiga sér stað. Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel var ekki hræddur við að segja skoðun sína á forseta Bandaríkjana. Hann byrjaði þáttinn sinn á að láta Donald Trump gjörsamlega heyra það og reyndi að opna augun á þeim sem að kusu Trump.