Módelið Joanna Krupa er þekktust fyrir að hafa komið í Dancing With The Stars og The Real Housewives Of Miami. Hún hélt upp á 38 ára afmælið í vikunni og deildi mynd af sér á Instagram. Á myndinni liggur hún nakin við sundlaugarbakka með hatt yfir andlitinu.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Krupa setur svona myndir á Instagram. En hún er vön því að deila svona myndum og myndböndum fylgjendum sínum sem eru ein milljón talsins.