Leikarinn og snillingurinn Johnny Depp hefur átt marga ódauðlega karaktera í bíómyndum. En sjóræninginn Jack Sparrow er örugglega í uppáhaldi hjá mjög mörgum.
Johnny mætti sem Jack Sparrow í Disneyland og lék sér að gestunum. Fólk ætlaði fyrst ekki að trúa því að þetta væri í raun og veru sjálfur Johnny Depp en svo réð það ekki við sig af gleði þegar það áttaði sig á þessu.