Krabbameinssjúkur piltur gerði einn loka brandara áður en hann lést – Fattaðist eftir 2 ár! – MYNDIR

Cormac Seachoy var reglulegur gestur á barnaspítalanum í Bristol vegna veikinda sinna.

Fyrir utan spítalann er listaverk með stórum hringjum. Hringirnir minntu Cormac svo mikið á Quidditch hringi úr Harry Potter. Af því tilefni ákvað hann að henda í Kickstarter söfnun fyrir skilti.

Eða eins og hann útskýrði á verkefnissíðunni á Kickstarter:

Í hvert skipti sem ég fer fram hjá þessum hringjum, minna þær mig á Quidditch stengur úr Harry Potter, þannig mér finnst vera frábær hugmynd að láta það líta út fyrir að þetta séu Quidditch stengur frá Heimsmeistarakeppninni 1998 í Quidditch og þær hafa verið færðar þangað sem gjöf frá galdrameisturunum til barnaspítalans í Bristol.

Cormac varð að ósk sinni – og kom hann skiltiinu upp við stangirnar. Örlögin höguðu því þannig að hann lést stuttu síðar – þannig þetta varð hans lokabrandari fyrir heiminn.

Það tók enginn yfirmanna spítalans eftir því hvað stóð á skiltinu fyrr en 2 árum seinna – en skiltinu er nú leyft að standa í minningu Cormac.

Auglýsing

læk

Instagram