Kristján komst að því að það er verið að AFVEGALEIÐA matvöruverðsumræðuna – Þetta skilaði sér ekki til neytenda! – MYNDIR

Auglýsing

Hann Kristján Finnur Sæmundsson komst að því að það er verið að afvegaleiða matvöruverðsumræðuna eftir að hann hellti sér í lestur á tollskrá Íslands og Noregs. 

Fyrir neðan Facebook færsluna hans þá sjáið þið töflurnar sem hann lét fylgja með færslunni þar sem að hann fer yfir tölurnar sem hann fann þegar hann ákvað að afla sér þekkingar um málið.

Verslun vs. Landbúnaður

Andrés Magnússon frá samtökum verslunar og þjónustu sat fyrir svörum í fréttum stöðvar 2 í gær (6.2.2019) vegna vöruverðs á Íslandi. Könnun ASÍ sýnir að vöruverð á Íslandi er mjög hátt þrátt fyrir lækkun tolla (tollar hafa lækkað um 26% að raunvirði frá 2006). Andrés svaraði eins og kollegar hans hafa gert, hátt verðlag hefur ekkert með háa álagningu heild- og smásölu að gera. Skýring þeirra er að þetta er allt Íslenskum landbúnaði að kenna og þeim innflutningstollum sem hér eru. Þessi áróður hefur verið nokkuð vel rekin sjoppa undanfarin ár.
Það sem stakk mig í þessu viðtali var að hann minntist ekkert á þátt verslunarinnar og endaði viðtalið á eftirfarandi orðum. „… sem sýnir hvað þessi umræða er oft afvegaleidd og fer fram af lítilli þekkingu.“

Auglýsing

Ég ákvað því að afla mér þekkingar og hellti mér í lestur á tollskrá Íslands og Noregs, til þess að kanna sannleik þessarar fullyrðingar Andrésar. Niðurstaðan er skemmtileg og grunar mig að þetta sé eitthvað sem Andrés vilji ekki ræða frekar.
Sem betur fer virðist Íslenska tollskráin að mestu vera „copy-paste“ frá Noregi sem hjálpaði mikið við samanburðinn.

Í Töflu nr 1 er samantekt úr tollskrám og samanburður á tollvernd þessara tveggja landa á gengi dagsins í dag. Tollnúmer sem ég nota er aftan við hvert vöruheiti. Allir útreikningar miða við vörur og magn í verðkönnun ASÍ.

Í Töflu nr.2 er svo samanburður á tollvernd Íslands og Noregs á þessari körfu ASI. Eins og sést á þessum samanburði er ekki fylgni milli tollverndar og verðlags. Almennt er meiri tollvernd í Noregi en lægra vöruverð. Rautt verð er hærra og hærri tollvernd er appelsínugul í töflu 2.

Því næst er áhugavert að skoða vörur sem eru fluttar inn af Íslenskri verslun. Ég tók lægsta mögulega verð norðurlanda í könnun ASI, dróg af því 10% sem álagningu verslunar sem selur vöruna. Þessa tölu nota ég sem innkaupsverð og tollaði vöruna inn skv. Íslenskum tollum og Norskum tollum. Niðurstaðan er að álagning er mun hærri á Íslandi en í Noregi. Sjá töflu nr 3 hér að neðan.

Við nánari athugun á tollamálum Íslands kemur í ljós að stór hluti verndartolla er búinn að vera óbreyttur í krónutölum síðan ASI gerði síðustu verðlagskönnun á Norðurlöndum árið 2006. Á sama tímabili hefur orðið 70% hækkun á íslensku neysluvísitölunni sem þýðir að tollarnir rýrna þegar þeir eru á fastri krónutölu án verðtryggingar. Tafla 4 sýnir samanburð á vísitölu neysluverðs.

Í Töflu 5 má sjá hvað tollar hafa lækkað með hækkandi verðlagi. Auk þess hafa tollar verið lækkaðir á nautahakki og svínagúllas. Virðisaukaskattur var einnig lækkaður á tímabilinu, en árið 2006 var hann 14% en í dag er hann 11%. Á þessu sést að tollar af matarkörfu ASI hafa lækkað um 26% af raunvirði en verðlag virðist hafa staðið í stað gangvart norðurlöndum. Þetta bendir til þess að raunlækkun tolla um 26% hafi ekki skilað sér til neytenda. Við þetta bætist 3% lækkun á VSK.

Stóra spurningin er því þessi:

Hver er illa upplýstur að afvegaleiða umræðuna um hátt vöruverð á Íslandi?

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram