Króli lét ÍSLENSKA hljómsveit heyra það fyrir að nota „Blackface“ – The Hefners ekki sáttir við gagnrýnina! – MYNDIR

Auglýsing

Rapparinn Króli setti inn þessa færslu á Facebook þar sem hann er vægast sagt ósáttur með ákvörðun The Hefners að koma fram með „Blackface“.

Þetta er hljómsveitin “The Heffners” frá Húsavík. Þau hafa spilað síðan, að þeirra sögn “áður en þú(s.s. Ég fæddur 1999) fæddist”. Ég reyndi að segja þeim á kurteisan hátt að þetta væri ekki í lagi. Rólegur tónn í rödd minni hvarf fljótt þegar ég fékk að heyra að:

“ég væri bara misskilja”
“Þau væru að heiðra ekki að móðga”
“Þetta væri ekkert niðrandi”
“Það er einn blökkumaður í hljómsveitinni og hann gúdderar þetta”
Og að
“Að Robert Downey jr hafi líka gert þetta og fólki fannst það í lagi”

Auglýsing

Það sem kom mér samt mest á óvart var svarið sem ég fékk þegar ég spurði þau (ca 8 manns eða svo) hvort þau væru undirbúin undir það að fá harða gagnrýni því hún væri mjög líklega á leiðinni á þessum frekar vel upplýstu tímum. Svörin sem ég fékk voru að “fólkið að sunnan” mætti alveg tala eitthvað á netinu, það skipti þau engu máli, þau myndu bara halda áfram. Einn meðlimur í hljómsveitinni líkti “Blackface” (hugtak sem ég held að ekki einn meðlimur þessarar hljómsveitar hafi einhvern tímann reynt að tengja einhverja meiningu við) við það þegar fólk setti á sig gervibumbu. Hann sagði þetta með svarta afro hárkollu á hausnum með óbærilega mikið af brúnkukrem á sér skælbrosandi. Þetta minnti helst á fáránlega taktlausa steggjun, t.d. Eins og sú sem átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur í Druslugöngunni í gær. Sem þau nota bene halda ekki, tilviljun.
Ég vil ekki hljóma jafn þröngsýnn og þessi blessaða hljómsveit og segja að allt þetta bæjarfélag sé blint því þau eru það pottþétt ekki en þessir venjulegu Húsvíkingar sem stóðu hnarreystir eftir að ég reyndi ítrekað, aftur og aftur að segja þeim og vara þau við að þau væru að skandala yfir sig með þessu, svörðu mér í hæðnistón og flissuðu. Í frekar flottu bæjarfélagi eins og þessu er greinilega létt að “normílísaera” eitthvað sem er bara alls ekki í lagi. Þau börn sem alast upp við þetta á Húsavík og sjá The Heffners spila á Mærudögum ár eftir ár vona ég svo innilega að sjái og læri hvað þetta er rangt. Þetta hefur verið að gerast í nokkur ár og þau sögðust stolt ætla vera á þessu sviði að ári í þessu sama rasíska dressi, máluð í andliti. Burt sé frá þeim hroka sem mætti mér í svörum þessarar hljómsveitar er ég fyrst og fremst gáttaður að þetta sé að gerast á þessu landi árið 2018. Getum við plís ekki látið þetta viðgangast

Birgir Sævarsson svaraði fyrir hönd The Hefners, sem voru ekki sáttir við gagnrýnina:

Hljómsveitin The Hefners hafnar hvers konar fordómum, hatri og illsku. Við lifum á tímum frelsis og upplýsingaflæðis. Sömuleiðis að hver maður tjái hug sinn út frá eigin skoðun, túlkun og upplifun. Á sviði, í lagatexta, ljóði eða tónlist birtist listformið á ýmsan hátt. Túlkar hver að vild. Það er miður að fólk túlki sýninguna okkar sem einhvers konar kynþáttafordóma, að við séum að gera lítið úr baráttu svartra eftir áralanga baráttu fyrir jafnrétti í sem víðustum skilningi. Því fer víðsfjarri.
Fordómar eru óígrundaður dómur eða skoðun sem vísar til andúðar á einhverjum einstaklingi eða hópi einstaklinga. Gjarnan byggt á þekkingar- og reynsluleysi. Fordómar styðjast ekki við rök. Þess vegna er dapurt að listamaður geri lítið úr okkur, okkar sýningu og saki okkur um að vera heimóttarleg með veraldarótta.
Því fylgir ábyrgð að varpa skoðun sinni og túlkun sem þeirri einu réttu. Túlkun eins listamanns, á bæjarhátíðinni Mærudagar á Húsavík, á hljómsveitinni The Hefners er ekki það sem hljómsveitin stendur fyrir. Við viljum, um ókomin ár, fagna hinni frábæru tónlist diskótímans og leggja allt í okkar sýningu, hvað varðar hljóð, ljós, búninga, förðun og dans. Við viljum dreifa ást, kærleik og umfram allt gleði þegar við komum fram, ásamt því auðvitað að njóta þess að spila okkar uppáhalds tónlist með tilheyrandi sýningu.

Ást & friður

Virðingarfyllst
F.h. The Hefners

Birgir Sævarsson

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram