Daniel Day-Lewis hefur verið í mörgum frábærum myndum á borð við There Will Be Blood, Gangs of New York og Lincoln. Hann hefur alltaf lagt mikinn metnað í hlutverkin sín enda er hann búinn að vinna Óskarinn þrisvar sinnum.
Talsmaður leikarans kom með frekar leiðinlegar fréttir nú á dögunum. Þar greindi hann frá því að myndin Phantom Thread sem verður frumsýnd í desember, verði síðasta mynd leikarns.
„Daniel mun hætta að starfa sem leikari. Hann er virkilega þakklátur öllum aðdáendum hans í gegnum tíðina og öllum þeim tækifærum sem hann hefur fengið. Þetta er hans ákvörðun og honum langar ekki að ræða þetta við fjölmiðla“. – Talsmaður Daniel
