Það sem er erfiðast við að versla í Costco er sennilega að leita sér að bílastæði. Stundum þarf maður að leggja frekar langt frá bara einfaldlega vegna þess að öll góðu stæðin eru upptekin. Flestir taka það á sig að leggja bara langt frá en svo eru aðrir sem búa sér bara til stæði.
Þetta fer í taugarnar á mörgum og einn viðskiptavinur Costco setti skilaboð inn á Facebook síðuna „Keypt í Costco“. Þar var hann að biðja fólk um að leggja í merkt bílastæði.