Transformer stjarnan Megan Fox er engin byrjandi þegar kemur að módelstörfum. Hún skaust hátt upp eftir að hafa leikið í Transformers myndunum og var af mörgum talin ein kynþokkafyllsta kona heims.
Megan er andlit Frederick’s of Hollywood í auglýsingu fyrir undirföt frá þeim og þar sýnir hún að hún er ennþá með módelstarfið á hreinu.
„Ég er mjög ánægð að fá að auglýsa fyrir Frederick’s of Hollywood. Þetta er mikill heiður og ég mun gera mitt besta. Svo var auðvitað frábært að vinna með snillingnum og ljósmyndaranum Ellen von Unwerth“. – Megan