Mike Tyson er mögulega einn besti boxari allra tíma og var þekktur fyrir sín þungu högg. Tyson fór í viðtal fyrir stuttu þar sem hann talaði um Mayweather vs McGregor bardagann.
„Ég var pínu pirraður yfir því að þær væru að fara boxa, ég hélt að þetta væri í MMA. Það hefði verið skemmtilegri bardagi og við fengið að sjá hvort boxari gæti unnið MMA bardagamann í MMA. Conor er fáviti fyrir að hafa tekið þennan bardaga. Floyd á eftir að drepa hann þar sem hann er búinn að vinna við þetta allt sitt líf en Conor er ekki búinn að keppa einn bardaga. Þarna getur hann ekki sparkað eða notað neitt af vopnunum sem hann notar í UFC og það er stórhættulegt fyrir hann“. – Tyson
Conor var auðvitað ekki lengi að svara Tyson á Twitter þar sem hann nefndi Don King sem var umboðsmaður Tyson á sínum tíma og svindlaði á boxaranum.