today-is-a-good-day

Milos bjargaði manni frá drukknun í BREIÐHOLTSLAUGINNI – ,,Brást hárrétt við!“

Sundlaugagestur í Breiðholtslauginni var næstum drukknaður. Manninum fór að líða illa, endaði svo utan í brautarlínunni og að lokum sökk til botns. Hann Milos Glogovac, starfsmaður laugarinnar, var fljótur að spotta þetta og stökk til bjargar.

Myndaniðurstaða fyrir breiðholtslaug

Milos náði manninum upp á bakkann og beitti skyndihjálp þangað til að sjúkrabíll mætti á svæðið. Það munaði minnstu að sundlaugagesturinn hefði látið lífið.

Myndaniðurstaða fyrir sjúkrabíll

Milos er frá Serbíu og er búinn að vinna í Breiðholtslauginni í eitt og hálft ár. Sólveig Valgeirsdóttir, forstöðumaður Breiðholtslaugar, hrósaði Milos mikið: ,,Þetta var mjög vel gert hjá honum. Þetta er stórt svæði en Milos er mjög athugull maður og talaði um að námskeiðin okkar hafi hjálpað sér gríðarlega mikið.”

Myndaniðurstaða fyrir André Bachmann

Söngvarinn André Bachmann varð vitni af atvikinu og hafði þetta að segja: „Starfsmaðurinn brást hárrétt við og á hrós skilið,”

Auglýsing

læk

Instagram