Vélmenna górilla uppgötvaði NÝJA hegðun hjá villtum górillum! – MYNDBAND

Þau hjá kvikmyndafyrirtækinu John Downer Productions voru að velta fyrir sér hvernig þau gætu eiginlega tekið upp góðar dýralífsmyndir – án þess að menga þær með tökumanni.

Þá fengu þau frábæra hugmynd: Vélmenna dýr sem eru með innbyggða myndavél!

Í fyrsta vélmenna verkefninu þá settu þau myndavél í vélmenna górilluna og gerðu hana eins raunverulega og þau mögulega gátu. Markmiðið var að ná augnablikum sem að villtar górillur myndu annars ekki sýna okkur ef að myndatökumaður væri á svæðinu.

Og þau höfðu svo sannarlega rétt fyrir sér, því að í myndbandinu hér fyrir neðan þá sjáum við villtar górillur syngja á meðan þær borða – sem er eitthvað sem við vissum ekki áður og hefur aldrei áður verið fest á myndband.

Já og svo eru þær sífretandi, sem er líka eitthvað sem þær virðast fela þegar að við mannfólkið erum nálægt.

Svona var það svo þegar að vélmenna górillan var að reyna komast í hópinn hjá villtu górillunum:

Auglýsing

læk

Instagram