Þessi vika er pínu búin að snúast um dramað í kringum ball sem á að vera í Verzló. Þar var búið að bóka DJ Muscleboy til að koma og skemmta en síðan var hann afbókaður vegna ósætti Femínistafélags Verzlunarskóla Íslands.
Síðan var Áttan beðin um að spila í staðinn en þeir neituðu því. Og það nýjasta er að Ingó Veðurguð var bókaður en síðan afbókaður aftur vegna skoðana hans á Free The Nipple.
Konni Gotta gerði hérna lítið myndband sem útskýrir af hverju það sé svona erfitt fyrir Verzló að finna tónlistarfólk. Hægt er að fylgjast með því sem Konni Gotta er að gera á Snapchat.
Snapchat: konnigotta