Söngkonan og rapparinn Nicki Minaj er vel þekkt fyrir að dansa á línunni. Hún hefur alltaf verið þekkt fyrir rassinn sinn og hefur aldrei verið feimin við að sýna hann. Árið 2014 gaf hún út lagið „Anaconda“ og myndbandið við það lag vakti rosalega athygli út um allan heim.
Nú er hún að taka upp annað myndband sem verður líklegast í anda „Anaconda“. Hún deildi myndbandi á Instagram þar sem hún er að twerka með 6 öðrum stelpum inn á hótelherbergi. Þetta verður myndbandið við lagið „Rake it up“.