Rapparinn og söngkonan Nicki Minaj vakti mikla athygli þar sem hún tók upp nýtt tónlistarmyndband í Miami. Nicki er vön því að vera frekar léttklædd í tónlistarmyndböndum og ekki breyttist það hér.
Nicki er klædd í rauð og mjög opin föt. Síðan er keðja vafin um mittið á henni. Nicki var líka í rauðum stígvélum sem náðu upp að hnjám.
Með henni í þessu lagi er rapparinn Future og Nicki var alls ekki feimin í kringum hann. Hún twerkaði og parið dansaði eins og þau væru í rosalegu teiti.