Nýja hjól dóttur hennar FANNST þökk sé Bjartmari – “Já kraftaverkin gerast”

Fyrir nokkrum vikum síðan þá skrifaði Þóranna Friðgeirsdóttir opnu Facebook færsluna hér fyrir neðan eftir að þjófur hafði gert sér lítið fyrir og stolið nýja hjóli dóttur hennar.

Þóranna bað fólk um að deila færslunni í von um að hjólið myndi finnast – en eins og hún viðurkenndi síðar þá hafði hún ekki trú á því að hún myndi nokkurn tímann sjá það aftur.


Ég trúi á það besta í fólki, virkilega.

Kæri einstaklingur,
Ég velti því fyrir mér hversu vel þér líður þegar þú vaknar í dag og áttar þig á því að í nótt hafðiru fyrir því að rífa í sundur, hnjaskast á litríkum lás sem er nokkuð ljóst að barn á, af viku gamla hjólinu hennar sem hún safnaði sér fyrir í mjög langann tíma.

Því síðustu klukkutímana hef ég verið að hugga barnið mitt vegna þess að þú stalst hjólinu hennar. Hvernig hefur þú það?

Síðasta sumar byrjaði dóttir mín að safna sér fyrir nýju hjóli, þar sem ég er einstæð móðir með þrjú börn er hægara sagt en gert að vippa út kostnaði fyrir nýju hjóli, svo hún sparaði og vann fyrir pening til að kaupa sér nýtt hjól. Sem hún svo keypti í GÁP í síðustu viku, rosalega stolt af sjálfri sér kaupir hún sér sitt fyrsta faratækk fyrir nær 70þús krónur. Hefur ekki farið af því síðan. Samviskusamlega læsir hún því alltaf og fer með inní hjólageymslu, nema í gærkvöldi kom hún því ekki inní hjólageymslu því hún fann ekki lyklana af henni, læsti því hjólinu sínu og setti það niður í portið hjá blokkinni okkar. Þar sem þú svo fannst það kæri einstaklingur.

Það er smá partur af mér sem biður og vonar að þú hafir í raun bara hjólað nokkur spöl, mögulega dottið (karmað) og skilið hjólið eftir sem við síðan finnum á næstunni

Eða að þú sjáir þennann póst og skilir því hreinlega þanngað sem þú tókst það. Þú mátt það og ég verð ekki reið, ég lofa. Mátt jafnvel heyra í mér í síma 8670960 eða senda mér tölvupóst á toranna@hotmail.com eða bara hér og segja mér hvar hjólið er, við yrðum þér ævinlega þakklátt.

Hjólsins er sárt saknað, mjög sárt. Og það er mikil þörf á því á okkar heimili þar sem hún stundar fimleika af krafti og notar hjólið til að koma sér á milli.

Set myndir með í þeirri von um að hjólið finnist ❤️ Það var tekið í háaleitinu og gæti því verið hér á því nærsvæði.

Ástarkveðjur Þóranna og Birta Mjöll.

Bara geri það fyrir okkur að deila…

En þökk sé Bjartmari Leósyni og öllum þeim sem deildu færslunni þá fannst hjólið og komst aftur í hendurnar á réttum eiganda. 

Þóranna og dóttir hennar eru óendanlega þakklátar og Þóranna skrifaði um það í opnu Facebook færslunni hér fyrir neðan.


“Já kraftaverkin gerast” sagði lögreglumaðurinn við mig áðan þegar ég staðfesti við hann raðnúmerið á hjólinu hennar Birtu Mjallar við hjól sem var tekið, ásamt öðru nýlegu hjóli fyrir framan gistiskýli í miðbænum. Ég hélt ég gæti ekki orðið meira hissa á þessu öllu saman. En hér er èg!!!

En ÞÖKK SÉ allri þeirri athygli sem þjófnaðurinn fékk var fólk enþá vakandi, viku seinna – þrátt fyrir farsælan endi nú þegar.
Ég fékk símtal i gær frá manni sem sagðist halda að hann væri að horfa á hjólið fyrir utan kaffistofu samhjálp og hringdi èg beint í lögregluna. Nokkrum klst síðar rekst síðan Bjartmar á tvö nýleg hjól fyrir utan gistiskýlið, tekur mynd og hringir á lögregluna. Sem komu á staðin og tóku hjólin. Í gærkvöldi fékk ég síðan símtal frá lögreglunni umað mögulega hennar hjól væri að ræða. Við grófum upp raðnúmerið og náðum að staðfesta það í kvöld.

Þetta er 3 hjólið sem hefur verið stolið hjá okkur síðastliðin 3.ár og aldrei hefur hjólið fundist, þar að leiðandi átti ég ALLS ekki von á þessu.

WHAT?!?!?!? Hvaaaað í ? Nei ha!?! HA?

Ég er orðlaus.

Takk fyrir allar deilingarnar fólk takk.
Takk fyrir að safna fyrir öðru þrátt fyrir að hitt gæti fundist.
Takk fyrir að hafa augun enþá opin.
Takk fyrir að sanna það fyrir okkur öllum hvað það er til óhemju mikið af góðu fólki þarna úti – TAKK.
Takk fyrir Bjartmar og hans óeigingjörnu vinnu sem hann leggur í að mynda týnd hjól, hringja í lögregluna. Hjólið hefði annars aldrei fundist.

Set með myndina sem Bjartmar tók af hjólinu fyrir utan gistiskýlið. Viðkomandi ætlaði heldur betur ekki að láta stela hjólinu til baka!

Karma sér um sína❤️

Ást og friður ❤️

Auglýsing

læk

Instagram