Örugglega margir hérna eru búnir að ná í nýjustu uppfærsluna á Snapchat. Nú er hægt að sjá á mjög nákvæmu korti hvar allir vinir þínir eru. Það er auðvitað hægt að stilla þetta þannig að maður sjáist ekki.
Þessi strákur hefði átt að vera með þessar stillingar þegar hann var einn með 14 ára systur besta vinar síns. Vinur hans tók eftir því í gegnum Snapchat að þau tvö væru saman svo hann sendi honum SMS.