Owen var sendur heim úr skólanum fyrir að vera „of rauðhærður“!

Auglýsing

Það er ekkert grín að vera rauðhærður. Rauðhærðir hafa sætt mikilli stríðni í gegnum árin og margir hafa jafnvel gengið svo langt að halda því fram að fólk sem ber þennan hárlit hafi ekki sál.

Hinn 16 ára gamli Owen Taylor er ljóshærður frá náttúrunnar hendi, en honum líður greinilega eins og hann ætti að vera rauðhærður vegna þess að hann tók sig til og litaði á sér hárið.

Hann mætti síðan í skólann í próf, en að prófinu loknu var honum sagt að hundskast heim því nýi hárliturinn þótti óviðeigandi.

Stjúpfaðir Owens, Steve Casey, segir að sér finnist skólarnir vera farnir að ganga allt of langt í reglum sínum um klæðaburð og útlit nemenda.

Auglýsing

Owen hafi verið sendur heim vegna þess að liturinn var sagður svo „extreme“ en hann sé það alls ekki.

Steve segir það hafa komið til umræðu að Owen skipti um skóla, en hann var einnig sendur heim fyrir nokkrum árum þegar hann litaði hárið á sér blátt.

„Af hverju ætti hann að þurfa að skipta um skóla og yfirgefa vini sína, vegna þess að skólinn er með fáránlegar reglur um útlit nemenda sinna. Owen er góður strákur sem er duglegur að læra og stendur sig vel í námi,“ segir Steve að lokum.

Það er vonandi að þetta sé skref í mannréttindabaráttu rauðhærðra sem skili framförum.

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram