Það er í tísku að vera með Instagram síðu þar sem krakkar úr ríkum fjölskyldum deila því með fólki hvað þau eiga mikinn pening. Nú eru ríku krakkarnir í Víetnam komnir með Instagram-síðu og þau eru strax komin með yfir 40 þúsund fylgjendur.
Þar deila þau myndum af bílunum sínum, fínum mat, skartgripum, peningum og fleira.