Rocky Horror kastalinn er nú LÚXUS hótel – Þú getur gist í sömu herbergjum og í myndinni! – MYNDIR

Auglýsing

 

Ef að þú ert aðdáandi Rocky Horror bíómyndarinnar með Tim Curry þá erum við svo sannarlega með góðar fréttir fyrir þig – kastalinn í bíómyndinni er nú orðinn að lúxus hóteli, sem þú getur gist í.

Hótelið heitir Oakley Court og er bara í 20 mínútna fjarlægð frá Heathrow flugvellinum í London.

Auglýsing

Þetta gamla enska setur var byggt í gotneskum stíl á Viktoríutímabilinu og er með 118 svefnherbergi – og 9 þeirra voru notuð við gerð bíómyndarinnar The Rocky Horror Picture Show.

Garðurinn er stórglæsilegur og áin Thames fullkomnar umhverfið

Svo er um að gera að klikka ekki á því að endurgera uppáhalds atriðið þitt þegar þú mætir á svæðið…

Þá er maður búinn að skipuleggja næsta frí – nú er bara að panta og tryggja að maður fái eitt af þessum 9 svefnherbergjum sem voru í myndinni.

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram