Ronda Rousey var á sínum tíma óstöðvandi. En það fékk mikið á hana þegar hún tapaði á móti Holly Holm árið 2015. Hún kom síðan aftur og barðist í lok síðasta árs en tapaði þar í annað skiptið.
Þá hélt fólk að Ronda væri alveg búin. Það heyrðist lítið í henni eftir bardagann en hún setti fyrir stuttu mynd á Instagram af skipi.
Á myndinni stendur „Skip í höfninni er öruggt. En það er ekki það sem það er smíðað fyrir“. Það bendir til þess að Ronda eigi kannski eitthvað eftir.