today-is-a-good-day

Samkvæmt sérfræðingi þá verður kynlíf með vélmennum eðlilegur hlutur innan 50 ára!

Sérfræðingur í sálfræðinni sem liggur að baki kynlífi fullyrðir að innan 50 ára munum við vera farin að stunda kynlíf með vélmennum og það að gera slíkt verði álitið fullkomlega eðlilegt.

Hún heitir Dr Helen Driscoll og starfar við háskólann í Sunderland og hún segir að allir fordómar fyrir slíku kynlífi muni hægt og rólega deyja út.

„Hin félagslegu „norm“ breytast í sífellu og margt sem var talið skrýtið eða óviðeigandi fyrir 100 árum þykir ósköp eðlilegt í dag,“ segir Helen. Vélmenni væri hægt að forrita eftir vilja hvers og eins og þannig væri að hægt væri að forrita vélmenni sem væri til í nákvæmlega sömu hluti og þú, sama hversu skrýtnir þeir eru.

Hún Helen segir jafnframt að við megum ekki fordæma það samband sem manneskja kynni að eiga við vélmenni. Nú þegar þekkist það að fólk verði ástfangið af uppskálduðum sögukarakterum og þess vegna gæti ást milli vélmennis og manneskju alveg verið alvöru ást.

Joaquin Phoenix í bíómyndinni „Her“

Hvað heldur þú – hefur Dr Helen Driscoll rétt fyrir sér?

Auglýsing

læk

Instagram