Leikarinn Shia LaBeouf er þekktastur fyrir hlutverk sitt í Transformers myndunum. Hér fyrir neðan er myndband þar sem er verið að handtaka leikarann fyrir að vera ágengur við lögregluna.
Áður en þetta myndband byrjaði kom Shia að lögreglunni og spurði hvort að hann mætti fá sígarettu. Þegar lögreglan neitaði honum varð hann brjálaður og fór að hóta lögreglunni. Þá var reynt að handtaka hann en Shia hljóp í burtu og inn á hótelið sitt þar sem hann var síðan handtekinn.