Brasilískt vax er orðið verulega vinsælt. Fólk fer þangað því þetta er fljótleg leið og hárin eru lengi að koma aftur. Þó mörgum finnist þetta vera frekar vont þá er það eitthvað sem þarf bara að venjast.
En snyrtifræðingar á Reddit fengu spurninguna „Hvað er það ógeðslegasta sem þið hafið lent í tengt Brasilísku vaxi“. Þar komu nokkur frekar ógeðsleg svör og hér fyrir neðan eru þau.
„Einu sinni lenti ég á manni sem bað mig um að vaxa á sér rassin. Það er fullkomlega eðlilegt en þegar ég var búin með sirka helminginn þá fékk maðurinn sáðlát á bekkinn. Þetta var vandræðarlegt fyrir okkur bæði, en slysin gerast. Mánuði seinna mætti hann aftur í það sama og þetta gerðist aftur svo við þurftum að biðja hann um að koma ekki aftur“.
„Það versta sem ég lendi mjög reglulega í er þegar fólk mætir í tíma beint eftir ræktina eða skokk. Svitalykt er ekki góð og sérstaklega ekki á þessu svæði“.
„Einu sinni lenti ég í því þegar ég var að vaxa rass að það datt ormur á bekkinn minn. Pínu lítill og ógeðslegur ormur“.
„Ég vann einu sinni við þetta í mánuð. Ég lenti í því að ég var vaxa rassinn á konu og það var lítill kúkur fastur í hárunum. Ég réð ekki við mig og byrjaði að kúgast á fullu. Þarna vissi ég að þetta var ekki fyrir mig“.