Á Facebook-síðunni „Keypt í Costco“ má finna sögur og hugmyndir frá fólki sem hefur verslað í Costco.
Sigurður fór í Costco og gerði lítið myndband þar sem hann er að telja upp allt sem hann keypti í þessari ágætu verslun.
Margir voru ósáttir með það að Sigurður skuli ekki hafa verið í belti og sumir kvörtuðu yfir þessu myndbandi.
Manneskjan sem er Admin á þessari síðu ákvað því að svara og Sigurður svaraði henni rétt á eftir.
En þetta var ekki búið því sonur Sigurðar hann Sólmundur ákvað að koma pabba sínum til varnar og gerði mjög skemmtilegt myndband.
Það er greinilegt að þeir feðgar eru með húmorinn í lagi, þó svo að það sé auðvitað betra að vera með belti í bíl og hjálm á hjóli.

