Nú er ástandið slæmt. Um næstu mánaðarmót – eða þann 1. maí – lokar veitingastaðurinn Texasborgarar. Sorgin er gríðarleg.
Hver þekkir ekki að skella sér á Texasborgara og fá sér einn grillaðan? Nú ókei ekki margir kannski – en það er ljóst að Skaupið á þessu ári þarf að vera með öðru sniði – en í fyrra.
Um fráhvarf Texasborgara kemur fram á vefnum eirikurjonsson.is.
„En ég held áfram með Sjávarbarinn hér við hliðina og það er bara ágætt.” segir Maggi í samtali við Eirík.
Guð blessi minningu Texasborgara.