Auglýsing

Stelpan sem hann bauð með sér á lokaballið neitaði honum! – Svo hann tók Kylie Jenner í STAÐINN!

Lokaböll í bandarískum skólum er alltaf það sem stendur upp úr á hverju skólaári. Þar er venjan að strákar bjóði stelpum með sér sem „deitið“ sitt.

Albert Ochoa spurði stelpu í skólanum sínum hvort hún vildi koma með sér á lokaballið og hún neitaði honum. Þá var ekkert annað í stöðunni en að reyna finna einhverja í staðinn. Hann hafði samband við Kylie Jenner og bauð henni á lokaballið. Honum fannst ótrúlegt að hún hafi svarað og ennþá ótrúlegra að hún hafi sagt já og mætt síðan á ballið.

Það varð allt vitlaust þegar parið labbaði inn og allir með símann á lofti. Það er alveg á hreinu að Albert komst í guðatölu hjá samnemendum sínum þetta kvöld.

Parið fór síðan upp á efri hæðina svo þau gætu tekið léttan dans í friði. Allur skólinn stóð niðri og fylgdist með hvernig Albert sigraði heiminn. Spurning hvort stelpan sem neitaði honum sé eitthvað búin að hafa samband við hann eftir þetta.

Hérna er myndband af því þegar parið kom inn og síðan þegar þau klára dansinn sinn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing