today-is-a-good-day

Sultan er 45cm hærri en Hafþór Júlíus „Fjallið“ – myndband

Hafþór Júlíus er hærri en flestir og fékk viðurnefnið Fjallið eftir frábæra frammistöðu í Game Of Thrones. Sultan er hæsti maður heims og 45cm hærri en Hafþór en hann er oft kallaður Turninn.

Það er ekki einfalt að vera hæsti maður í heiminum en Sultan hefur gert gott úr þeirri frægð sem hann hefur öðlast frá því hann varð hæstur allra núlifandi manna. Hæsti maður allra tíma var hins vegar 272cm og hét Robert Wadlow.

Læknavísindin hafa gert sitt besta til að koma í veg fyrir að fólk nái lífshættulegri hæð en það eru ýmsir fylgikvillar sem hafa dregið hæstu menn og konur heims til dauða.

Sultan er hress og tiltölulega hraustur en hann útskýrir lífið á toppnum hér í myndabandi.

Auglýsing

læk

Instagram