Það er örugglega draumur margra unglinga að fá að hitta fólkið sem talar fyrir persónurnar í The Simpsons. Ekki allir vita að það er kona sem heitir Nancy Cartwright sem talar fyrir 10 ára prakkarann Bart Simpson.
Þessi 13 ára strákur var búinn að spjalla við konu í smá tíma þegar hann fattaði loksins að þetta væri Nancy. Þvílík gleði þegar hann áttaði sig á því.