Táningsstúlku finnst það VALDEFLANDI að hætta að raka sig – Hvetur stelpur til prófa það! – MYNDIR

Táningsstúlka í Bandaríkjunum hefur ákveðið að taka öllu hári á líkamanum fagnandi – þrátt fyrir harða gagnrýni á Internetinu.

Macey Duff er 19 ára gömul og hefur „þurft“ að raka fæturna og undir höndunum síðan hún var 10 ára gömul – þrátt fyrir að hún hefur í raun aldrei viljað það.

Það var ekki fyrr en fjölskyldan flutti til Havaí að Macey sá í fyrsta sinn konu í sundfötum sem hafði ekki rakað sig – og hún vissi ekki einu sinni að þetta væri í boði.

Macey ákvað því að prófa þetta og sér svo sannarlega ekki eftir því. Þrátt fyrir að hún hefur orðið fyrir aðkasti út af ákvörðun sinni, þá segir hún að þetta sé valdeflandi og hafi hjálpað henni að sætta sig við sjálfa sig eins og hún er.

Macey hvetur nú aðrar stelpur til að prófa þetta og sjá hvernig þeim líði að vera náttúrulegar í útliti.

Hún segir að það hafi mikið verið talað um að þetta sé í lagi fyrir fullorðnar konur, en flestar ungar konur og stelpur upplifi þetta ekki sem valkost – og hún segir að það sé algjört bull.

„Í hvert skipti sem ég skar mig  eða fékk óþægilegan roða frá síendurtekinni hreyfingu við að fjarlægja hár af líkamanum á mér, þá var ég hljóðlega að hata sjálfa mig fyrir að vera ekki sú sem „þau“ vildu að ég væri,“ segir Macey.

Þrátt fyrir að hún upplifi að þetta sé frelsandi og valdeflandi þá áttar Macey sig á því að þetta er alls ekki fyrir alla – en hún segir að það sé í raun bara ein leið til að komast að því hvort þetta henti þér.

„Prófaðu það bara. Í versta falli þá finnst þér það ekki flott og þú rakar hárið í burtu. Í besta falli þá lærir þú að elska sjálfa þig á glænýja vegu,“ segir Macey.

Ofan á það þá veit hún að það eru kannski ekki allir sem vilja deila myndum af sér á Instagram eins og hún gerir – allavegana ekki strax – og hún segir að það sé mjög skiljanlegt.

„Ég vil vera opin með þetta á samfélagsmiðlum því mér finnst þetta vera mikilvægt málefni og vil að allar stúlkur viti að þetta er valkostur. Sú mynd sem samfélagið málar er mynd sem gerir þetta ekki ásættanlegt – og ég vil eiga þátt í því að mölva þeirri mynd,“ segir Macey.

„Þú ert þess virði, gerðu það sem þú vilt gera!“ – Macey Duff

Auglýsing

læk

Instagram