Það er alveg á hreinu að það er ennþá til góðhjartað fólk hérna á Íslandi. Ekki það að allir séu eitthvað slæmir en fólk er misheiðarlegt.
Ein stelpa lenti í því að týna veskinu sínu í Costco. Mamma hennar deildi á Facebook-síðuna „Keypt í Costco“ skilaboðum þar sem hún þakkaði manneskjunni sem fann veskið fyrir að hafa skilað því en ekki stolið úr því. Það er því miður til fólk sem hefði gramsað í veskinu og ekki skilað því en vel gert hjá þessum snilling.