Það verður einstök upplifun í Traustshólma um Hvítasunnuhelgina!

Um Hvítasunnuhelgina verður haldið retreat í Traustshólma – en þar verður mögnuð blanda af hreyfingu, næringu og náttúru. Þar munu Sölvi Tryggvason, Sölvi Avo, Eva og Markús leiða skemmtilega helgi í frábærum félagsskap.

Það er algjörlega einstök upplifun að koma útí Traustholtshólma umvafinn af hrárri íslenskri náttúru og landnáms sögu. Að fá að vera útí eyjunni heila helgi er algjör forréttindi. Eina helgar retreatið í sumar verður núna um Hvítasunnu helgina 2-4. Júní. Það verður stundað jóga, borðað dýrindis náttúru fæði og Tolli Morthens mun mæta með ferða svett tjaldið sitt (ATH. aðeins 12 pláss í svett)

Dagskrá helgarinnar:

Föstudagskvöld
Kl 18 ~ Tekið á móti fólki við bryggjuna og siglt útí eyju á mótorbát.
Kl 20 ~ Kvöldmáltíð ~ Laxa súpa að hætti Hákonar, grænt salat.
Kl 21 ~ Kvöldvaka með trommuslætti

Laugardagur
Kl 8.00 ~ Morgundjús, og engiferskot og sítrónuvatn.
Kl 8.30 ~ Wim Hof öndun og baðað sig í ánni ~ Sölvi T leiðir
kl 8.45 ~ Hugleiðsla í Jurt tjaldinu (náð hita fyrir jóga)
kl 9.00 ~ Morgunjóga úti kl 9 ~Eva leiðir okkur í mjúkt vinyasa flæði
Kl 10.30 Morgunmatur ~ Orkusmoothie, chia grautur og brauð.
Kl 12 ~ Sögustund og ganga um eyjuna.
Kl 14~ Vitjað í netin og grillaður villtur lax.
Kl 17. ~ Yoga Slökun (Eva Dögg)
kl 19 – Léttur kvöldverður ~ Súpa, Salat og brauð.
Kl 21 – Kröftug kvöldvaka með Markúsi.

Sunnudagur
Kl 8 – Morgundjús, og engiferskot og sítrónuvatn.
Kl 8.30 ~ Wim Hof öndun og baðað sig í ánni
kl 8.45 ~ Hugleiðsla í Jurt tjaldinu (náð hita fyrir jóga)
kl 9.00 ~ Morgunjóga úti kl 9 ~Hatha Jóga
Kl 10.30 Morgunmatur ~ orkusmoothie, chia grautur og brauð.
Kl 11.30 – Gönguhugleiðsla
Allir sem ætla í Sweat velja stein af eyjunni til að fara inn í tjaldið.
kl 15 Sweat Lodge Ceremony
Hægt að fá að vera með í undibúningi, eldur kveiktur 2 tímum áður.
kl 15 – Wim Hof öndun við varðeldinn og baðað sig í ánni.
Fyrir þá sem fara ekki í svitahofið.
Kl 17.30 – Loka Máltíð (Veisla) – grænmetisbuff og quinoa salat.

Gló Tonic Þeytarinn Sölvi Avó sér um mat og drykk yfir helgina með Gló djúsum, hráfæði grautum og Avocado þeytingum, ásamt fersku hráefni og grilluðum lax af eyjunni. Þemað er heilsuvænt, hreint og beint frá náttúrunnar hendi.

Tískumenntaði jógahippinn Eva Dögg leiðir jógatíma helgarinnar af sinni einstöku næmni og natni. Hún leggur áherslu á bæði líkama og sál með hreinsunarmiðuðum rútínum, stöðum og pranayama. Fljótandi Hatha, Vinyasa flæði og dansandi Yin sniðið að og í kringum aðrað upplifanir þessa helgi.

Sölvi Tryggvason mun leiða okkur í hugleiðslu og öndunaræfingar. Ástríða hans hefur að gera með allt sem snýr að heilsu, næringu og hreyfingu og því hefur hann sótt fjölda námskeiða hérlendis og erlendis til að afla sér þekkingar á þessum sviðum.

Tónlistarmaðurinn Markús Bjarnason mun sjá um Trommuhringi og Kvöldvökur.

Staðahaldari á Traustholtshólma Hákon Kjalar er mjög annt um að halda eyjunni í upprunalegu ástandi og leyfa fólki að njóta þess sem eyjan hefur að bjóða. Hugmyndafræði Hákonar er byggð á “eco-túrisma”, með áherslu á varðveislu eyjunnar, ásamt því að bjóða gestum uppá ógleymanlega upplifun og í leiðinni leggja sitt að mörkum til sjálfbærni og menningarlegs arfs Traustholtshólma.

Kvöldvaka og máltíðir eiga sér stað í Mongólsku Yurti á eyjunni.

Gisting á eyjunni er í tjöldum og fólk hvatt til að koma með sitt eigið tjald. * hægt að leigja tjald af staðahaldara.

Verð:
30.000 kr helgin án sweat.
35.000 kr helgin með svetti.

Staðfestingagjald: 10.000 kr

Skráning og frekari upplýsingar:
info@thh.is

Auglýsing

læk

Instagram