Snjóbretta, skíða og sleðahátíðin Ak Extreme er búin að stækka rosalega síðustu ár. Erlendir keppendur mæta í þessa mögnuðu keppni og sýna hvað þeir kunna.
Hátíðin byrjar í dag og endar á sunnudeginum 9 apríl. Á laugardaginn verður fræga gámastökkið þar sem okkar fremstu snjóbrettasnillingar sýna okkur listir.
Hér er dagskráin fyrir helgina.
Hér fyrir neðan getur þú séð hvaða snillingar eru að fara keppa um helgina.
Þetta er viðburður sem fólk á ekki að láta framhjá sér fara. Allir til Akureyrar um helgina því þetta verður klikkað!