Það verður tekið forskot á sæluna á Skúla Craft-bar fimmtudaginn 11. janúar þegar haldin verður sérstök forsmökkun á Surtum ársins sem væntanlegir eru til byggða bóndadaginn 19. janúar næstkomandi.
Boðið verður uppá 7 mismunandi Surti á krana ásamt úrvali af flöskum á góðum kjörum.
Þá munu vinir Borgar hjá Omnom Chocolate vera á staðnum og bjóða upp á súkkulaðipörun með völdum Surtum auk þess sem boðið verður upp á ostaparanir frá Búrinu.
__________________________
2018 útgáfurnar sem boðið verður upp á:
SURTUR NR.55 er 14,2% Imperial Stout, bruggaður með kakónibbum frá Omnom og Chipotle-pipar og svo þroskaður í Búrbon- og Koníakstunnum. Sprengja!