Jeff Adams er 54 ára og Sue er 47 ára, þau eru hjón frá Bretlandi sem giftu sig núna í apríl. Þau hugsuðu heldur betur út fyrir boxið í þessu brúðkaupi og gengu nakin í það heilaga.
Fjölskyldu þeirra fannst þetta frekar óþæginlegt og þau neituðu að mæta í brúðkaupið. Það stoppaði hjónin samt ekki því þetta var þeirra brúðkaup og þau vildu hafa þetta svona. Svo þau fengu nokkrar ókunnugar manneskjur til að mæta.
„Þetta var mitt tækifæri til að eiga fullkomið brúðkaup því mér fannst þetta ömurlegt síðast þegar ég gifti mig. Þetta á að vera besti dagur lífsins en þetta var það ekki síðast því þetta var ekki brúðkaupið sem ég vildi. Mér leið svo óþæginlega og þetta var langt frá því að vera besti dagur lífs míns. En þetta var öðruvísi í þetta skiptið þar sem þetta snérist bara um okkur og það sem við vildum. Og okkur var alveg sama þó fólki fannst þetta eitthvað skrítið. Ég losnaði líka við álagið sem fylgir því að velja sér brúðarkjól“. – Sue