Þau keyptu sér SENDIFERÐABÍL og breyttu honum í húsbíl! – Ferðast saman um Evrópu!

Auglýsing

Hefur þú aldrei hugsað þér hvað það væri gaman að selja allt þitt, kaupa þér húsbíl og búa bara í honum. Þá gætir þú ferðast eins og þú vildir og værir bara með hluti sem þú virkilega þyrftir að nota.

Kate Quinn og kærasti hennar Benny Leyland gerðu nákvæmlega þetta. Þau keyptu sér sendiferðabíl og bjuggu til húsbíl úr honum. Svo ferðuðust þau um Evrópu og skoðuðu áhugaverða staði og léku sér saman.

„Við spjölluðum einu sinni saman um það hvað það væri gaman að búa bara í bílnum og ferðast. Svo varð þetta brandari sem fór of langt. Við bjuggum til flott heimili úr bílnum og keyrum um Evrópu. Þetta er mjög þæginlegt, við erum alltaf með brimbrettið okkar meðferðis svo ef við sjáum skemmtilega staði til þess að surfa þá stoppum við bílinn og skellum okkur út á sjó. Við mælum klárlega með því að fólk geri þetta. Maður sér svo mikið og þetta tengir mann rosalega vel saman“. – Kate

Auglýsing

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram