Það kom ansi áhugaverð færsla inn á Facebook síðuna „Algjörlega óáhugaverðar fótboltaupplýsingar“ þrátt fyrir nafnið á síðunni. Þar var búið að grafa upp gamla grein sem fjallaði um atvik sem átti sér stað eftir leik Vals gegn ÍA á sínum tíma.
Þetta þykir nú frekar sérstakt og líklegt er að ef þetta hefði gerst í dag hefði verið gert aðeins meira mál úr þessu. En í frétt sem kom daginn eftir sagði Gunnar frá því að þetta væri allt í góðu og hann ætlaði sér ekkert að kæra Grétar.